World IPv6 Launch – 6. Júní 2012

Ári seinna en IPv6 World Day var haldinn hefur verið ákveðið að halda World IPv6 Launch dag, þann 6. júní næstkomandi.

Það sem er frábrugðið í ár er að Facebook, Google(Leitarvélin, Gmail, Youtube etc.), Yahoo!, MS Bing og fleiri ætla að virkja IPv6 varanlega á heimasíðunum þeirra.

Einnig ætla Internet þjónustuaðilar (ISP) að taka þátt og breyta þannig að allir nýjir notendur fái IPv6, og að amk 1% af eldri notendum fá IPv6 þann 6. júní, og svo vonandi fleiri eftir því sem tíminn líður.
Og það eru ekki minni aðilar en t.d. AT&T og Comcast sem draga vagninn í þessum málum.

Cisco og D-Link sem “home router vendors” eru búnir að staðfesta þátttöku þannig að eftir 6. júní 2012 munu þeir routerar sem eru ætlaðir fyrir heimanotkun (t.d. Cisco Linksys E serían) verða IPv6 virkir og configaðir fyrir IPv6 “by default”.
Sjá upplýsingar um IPv6 og Linksys E-.

 

Af íslenskum fyrirtækjum og stofnunum er það að frétta að þessi síða (routing.is) er auðvitað aðgengileg yfir IPv6, ásamt amk þessum síðum:

www.rhnet.is
www.isnic.is
www.sensa.is

(Ef þið vitið um fleiri, leave a comment.)

En töluvert fleiri fyrirtæki hafa hinsvegar fengið úthlutað IPv6 tölur, annarsvegar fyrir “sjálfa sig” og hinsvegar sem þjónustuaðili og úthluta IPv6 tölum til annarra.

Dæmi um fyrirtæki sem eru með IPv6 tölur:

Síminn
Vodafone
Hringdu
Símafélagið(SIP)
Arion Banki
Basis
Skýrr
Nýherji
Þjóðskrá Íslands
og fleiri.

Neðst á þessari síðu er hægt að sjá lista yfir íslensk fyrirtæki sem hafa fengið úthlutað IPv6 frá RIPE og hvort að netið sé aðgengilegt.

 

1 thought on “World IPv6 Launch – 6. Júní 2012”

Leave a Comment