819 – Nýr ISR-G2 3.7G router frá Cisco

Nýjan router er nú hægt að kaupa frá Cisco.
Cisco 819 Integrated Services Router
(Data Sheet)

Þetta er lítill (42 x 196 x 183 mm) 3G(.7) router sem að er einnig hægt að fá í rugged útgáfu. (44 x 196 x 206 mm)

Routerinn styður 3G, 3.5G og 3.7G tækni, og með LAN port og wireless (802.11) stuðning.
Svo er hann einnig með dual-sim stuðning, þannig að ef að hægt er að setja SIM kort í hann frá tveimur þjónustuaðilum til að tryggja að samband sé alltaf með besta móti.

Stuðningur við að senda og taka á móti SMS skilaboðum(160 stafir hámark) og “SMS initiated callback” gerir það mögulegt að hægt er að stýra routernum með notkun smáskilaboða(SMS).
Og GPS stuðningurinn gerir þér kleift að staðsetja hvar routerinn er hverju sinni.

Þannig að þetta er eflaust með betri valkostum þegar þarf að velja litla en góða 3G routera fyrir t.d. bíla.

Rugged útgáfan þolir svo mun meira hnjask, vatnsskvettur, sand og umhverfi sem að venjulegir routerar eiga ekkert erindi í.
Videoið hér að neðan sýnir “stress testing” á rugged útgáfunni af cisco 819.

Listaverðið á þessu stykki er á bilinu $1600 til $2500 dollara eftir því hvort að hann styður 3.5G eða 3.7G, og hvort að um “rugged” útgáfuna sé um að ræða eða ekki.

Leave a Comment